Fara í efni

NÝJUSTU BRASKFRÉTTIR

Nýjustu fréttir tengdar braski berst núna að þessu sinni úr Fjármálaráðuneytinu. Ljóst er að hér er um stórmál að ræða sem varðar gríðarlega hagsmuni. Spurning er hvaða hagsmunum er verið að forða frá skattheimtu og fórnað drottningu í formi banka svo gripið er til skákmáls? Talað hefur verið um 800 milljarða! Önnur spurning: Hefur Fjármálaráðuneytið heimild að veita undanþágu frá lögum sem Alþingi hefur sett? Stjórnskipulega þarf fjármálaráðherra að fá staðfestingu Alþingis frá þessari meginreglu að lög gilda fyrir alla og ekki séu veittar almennt undnþágur af neinu tagi. Gefi Fjármálaráðuneytið undanþágur frá lögum í þessu tilfelli sérstökum skattalögum er um mjög slæmt fordæmi að ræða. Þeir braskarar og hrægammar sem keyptu kröfur á hendur gjaldþrota bönkunum á sínum tíma eiga svo sannarlega að greiða sína skatta og gjöld af þeim skyndigróða sem þeim tókst að sanka að sér. En mjög líklegt er að tiltölulega fáir upphaflegir aðilar séu enn í hópi kröfuhafa heldur hafi kröfurnar gengið kaupum og sölum í braskheiminum. Við sem áttum hlutbréf í bönkunum höfum ekki fengið krónu út úr þessu. Hlutaféð upphafleg keypt fyrir sparnað var sett niður í ekkert neitt. Engar tilhliðranir höfum við fengið sem töpuðum okkar sparnaði í hendur hrægammanna. Mætti koma á móts við okkur sjái Fjármálaráðuneytið aumur á braskaralýðnum sem nú vill fórna bankadrottningunni?
Guðjón Jensson