Fara í efni

NÝTUM FJARFUNDABÚNAÐ!

Sæll Ögmundur.
Hart er gengið á eftir innanríkisráðherra um byggingu nýs fangelsins á Hólmsheiði sem eigi að kosta 1 milljarð en endar líklega í 2-2.5 milljörðum fyrir 45 fanga. Það er von að það standi eilítið í mönnum þar sem fjarfundarbúnaður er fyrirbæri sem dómstólar þekkja ekki. Það er bara engin nauðsyn að flytja fangana í bæinn þar sem hægt er að koma upp eða tengja saman núverandi búnað Héraðsdóms um ljósleiðara í fundarherbergi fyrir austan og sakborningur hafi þar skjá þar sem hann sér og heyrir alltsem fram fer í dómssal og getur auk þess verið með heyrnartæki í eyra til að ræða við verjanda eða túlk en menn nýta bara ekki tækni dagsins í dag. Við nýtum illa ríkiseignir og sem dæmi er Vífilsstaðaspítali auður og þar er hægt að setja rimla fyrir gluggaa og aðrar smávægilegar breytingar fyrir létta fanga því listinn stækkar daglega og stefnir í algjört öngþveiti. Það er líka umhugsunarefni þegar Hæstiréttur hafnar áframhaldandi gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna yfir manni sem fékk 3 ára dóm fyrir mjög gróft ofbeldisbrot en enginn hefur spáð í þolandann hvort að hún sé örugg??
Þór Gunnlaugsson

Heil og sæll og þakka þér fyrir bréfið. Áætlaður kostnaður fangelsisins eru tveir milljarðar en gæti farið í tvo og hálfan milljarð þegar upp er staðið ef farið verður í einkaframkvæmd.
Kv.
Ögmundur