ÓÁBYRG STEFNA VG Í UMHVERFISMÁLUM?
Skrítið með VG hve þeir eru mikið á móti "Renewable energy sources" í anda "Sustainable Development" og þar ber hæst andstaða við vatnsorku okkar Íslendinga. Jú, þeir vilja leyfa svokallaðar rennslisvirkjanir þar sem aðeins er notast við rennsli í ám og þá minnsta rennsli því annars fæst ekki stöðugt afl heldur mismikið eftir árstíðum í jökulfljótum. Það þarf að nýta þessa virkjunarkosti og það kallar á mannvirki eins og stíflur. Reyndar virðast VG vera voða hræddir við stíflur - þær eru svo illa gerðar og áhættumatið ekki pappírsins virði, sagði Álfheiður Ingad. síðasta sumar. Jahá, gott að fá það sérfræðiálit og var það alveg sérstaklega málefnanlegt innlegg í umræðu sem í kjarnann snýst um sjálfbæra þróun! Vatnsorka "Hydropower" er talið upp undir merkjum sjálfbærrar þróunar sem endurnýtanlegir orkugjafar og þá er rétt að snúa sér nú almennilega að því að nýta þá - um það ættu nú allir að geta verið sammála. Enda er lofthjúpurinn yfirfullur af CO2 - koltvísýrling. Hvers konar froðasnakk er þetta hjá VG að tala jöfnum höndum um sjálfbæra þróun sem "Divine" hugtak en meina samt eitthvað allt annað. Óábyrg stefna VG í umhverfismálum verður örugglega ekki endurnýtt enda alls ekki í anda sjálfbærrar þróunnar.
Kær kveðja,
Sveinn
Þakka þér bréfið Sveinn. Það er mikill misskilningur að við séum andvíg sjálfbærri raforkuframleiðslu með virkjun vatnsafls. Virkjanir á borð við Kárahnjúkavirkjun eru hins vegar ekki sjálbærar því lónin fyllast af aur á tiltölulega skömmum tíma. Síðan er spurningin um hverju við viljum fórna með eyðileggingu nátturuundra. Og þá eru það að sjálfsöfgðu hin egnahagslegu áhrif stóriðjustefnunnar sem einnig koma til álita. Við teljum alemnnt varasamt ef fer fram sem horfir að stóriðjan vegi þyngst í atvinnulífi þjóðarinnar eins og stjórnarflokkarnir, sérstaklega Framsókn hafa stefnt að. Við viljum fjölbreytni í atvinnulífi en það hefur sýnt sig að stóriðjan ryður annarri atvinnustarfsemi burt.
Með bestu kveðju,
Ögmundur