OFT VELTIR LÍTIL ÞÚFA...
19.02.2011
Fréttir berast af því að á Írlandi sé spennan yfir ákvörðun forseta Íslands ekki síður mikil en á Íslandi. Gífurlega hörð pólitísk styrjöld er háð á Írlandi milli almennings annars vegar og bresku bankanna hins vegar. Stjórnmálaelítan hefur tekið stöðu með bönkum. Hingað til.
Ákvörðun forseta Íslands um að vísa ákvörðun um það hvort ánauð fjármálageirans eigi að vera sjálfsagður hlutur eða ekki, mun valda spennu í Evrópu allri og hugsanlega verða kveikja að stjórnmála jarðskjálfta í heiminum öllum. Of veltir lítil þúfa þungu hlassi.
Hreinn K