Fara í efni

...OG EKKI BIÐST HÚN AFSÖKUNAR

Sæll Ögmundur.
Forsætisráðherra urðu á alvarleg mistök, opinberlega, sjálfan 17. júní. Hún kenndi Jón Sigurðsson, forseta, við Dýrafjörð. Mörg orð mætti hafa um þessi mistök flytjanda, ræðuritara og yfirlesara, en þeim verður hér stillt nokkuð í hóf. Mistök af þessu tagi gera menn ekki. Ekki á 17. júní, ekki þegar í hlut á Jón Sigurðsson. Skeytingaleysi, þekkingaleysið, af þessu tagi er óafsakanlegt. Sama hve hátt menn hanga á strái, sama á hvaða strái menn hanga, viðkomandi þurfa að sæta ábyrgð. En forsætisráðherra? Ef hún tekur ekki pokann sinn sjálf ætti hún að skammast sín og biðja þjóð sína afsökunar. Það hefur hún ekki gert.
Kv.
Ólína