ÖGMUND OG STEINGRÍM Á NÁMSKEIÐ
Sæll Ögmundur.
Bið þig um birtingu á þessu bréfi á þinni heimasíðu fyrir aðra VG. Núna stend ég flokkslaus á krossgötum að íhuga hvar ég leiti skjóls og fylgdist því með utandagskrárumræðum á Alþingi í gær. Ég verð bara að segja það hreint út að ég tel VG hafa tapað fylgi hjá almenningi vegna ofstækis og í sumum tilfellum óafsakanlegs munnsöfnuðar formanns flokksins Steingríms J og Ögmundar Jónassonar og efni þeirra farið ofangarð og neðan fyrir þá háttsemi. Ég mundi hreinlega krefjast þess af mínum forystumönnum að gæta hófs í orðum og athöfnum og koma málstað míns flokks á framfæri með hófsemi kurteisi og festu. Ég vil því að þið farið báðir á námskeið í ræðumennsku hjá sérfræðingum sem þetta kenna fyrir athafnamenn einkafyrirtækja til að hámarka árangur. Álheiður Ingadóttir virðist stundum úti á túni og úr öllum tengslum við raunveruleikann á meðan Katrín jakobsdóttir á hug minn allan fyrir ljúfmannlega en einarða afstöðu að koma áliti sínu á framfæri svo eftir er tekið og svona vil ég hafa það með virðingu og kveðju,
Þór Gunnlaugsson