Fara í efni

ÓLAFUR GREIÐIR SKULDIR

Sæll Ögmundur, Ég þakka þér fyrir öflugan og skyran málfutning í genum tíðina og þá sérstaklega varðandi Íraksstríðið og vona ég að það verði sett upp rannsókn á því. Aftur á móti þá skil ég ekki alveg reiði þína út af Samskipum og Ólafi Ólafssyni. Ég fæ ekki betur séð en ekki sé verið að fella niður neinar skuldir og að hann komi til með að borga öll þau lán sem tengjast félaginu. Ég hélt einmitt að það væri krafa okkar að viðskiptamenn greiddu allar sínar skuldir og ekkert yrði fellt niður. Er það ekki það sem er verið að gera í þessu máli? Er það ekki bara mjög gott? Það er auðvelt að ala á reiði og óánægju á þessum síðustu og verstu timum og ég held að menn ættu að fara varlega í það. Ég sé ekki betur en þetta séu góðar fréttir fyrir íslenskan almenning þar sem allt verður greitt. Séu menn að leita að réttlæti þá vona ég að það komi fyrir dómstólum. En þangað til eiga þeir sem stofnuðu til skulda að borga þær. Ég sé ekki betur en að Ólafur sé að gera það í þessu tilfelli.
Virðingarfyllst,
Stefán