ÓSKAÐ TIL HAMINGJU
Sæll Ögmundur !
Ég óska þér og okkur öllum til hamingju með nýja þingmeirihlutann og forsætisráðherrana tvo eða þrjá sem þú hefur fengið völdin með aðstoð Breta og Hollendinga. Nú situr þú ekki lengur sem samviskufangi Steingríms Sigfússonar en ert orðin guðfaðir samstjórnar flokkanna sem lögðu grunninn að hruninu. Þar sem þú hefur sérstaklega ríka réttlætiskend þá legg ég til að þú losir Steingrím og Jóhönnu úr sinni óbærilegu ánauð. - Það gerir þú best með því að brjótast út úr skelinni og mynda strax nýja ríkisstjórn. Þú skalt verða forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Ég legg til að auk þín fái Lilljurnar og Ásmundur ráðherrastöður. Ráðherrar frá Sjálfstæðisflokki verði Bjarni Benediktsson Unnur Brá Konráðsdóttir, Pétur Blöndal og Tryggvi Þór Herbertsson Ráðherrar frá Framsóknarflokki verði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Vigdís Hauksdóttir, Höskuldur Þórhallsson og Siv Friðleifsdóttir. Til að tryggja sterkan og einhuga þingmeirihluta legg ég til að ráðherrum verði fjölgað og Birgitta Jónsdóttir og Þór Saari verði einnig ráðherrar í ráðuneyti þínu. Þá tel ég eðlilegt að sem efnahagsráðunautar ríkisstjórnarinnar verði ráðnir þeir Davíð Oddson og Halldór Ásggrímsson. Til vara Kjartan Gunnarsson og Finnur Ingólfsson. Þetta verður aldeilis verðugur endir á þínum pólitíska ferli. Ég óska Íslendsku þjóðinni til hamingju með ráðuneyti Ögmundar Jónassonar !
Bestu kveðjur,
Kristjón Sigurðsson