ÓVART FYNDINN
Atvikin á lífsleiðinni eru óútreiknanleg en eitt er víst - þau verkast jafnan þannig að allir menn lenda í því einhvern tíma að verða óbærilega fyndnir, jafnvel af grafalvarlegum málum. Þetta henti Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra í haust, nánar tiltekið 14. október þegar útbýtt var á Alþingi frumvarpi hans til laga um breytingu á lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu sem enn bíður reyndar afgreiðslu. Tímasetningin var frábær að því leyti að rétt í þann mund sem líkhaugar markaðshyggjunnar og einkavinavæðingarinnar lögðust eins og mara yfir samfélag okkar vildi kirkjumálaráðherra fjölga einkareknum líkhúsum og skapa þar með eðlilega samkeppni í þeim skemmtilega rekstri.
Ég spái því að þessi óheppilega tímasetning Björns Bjarnasonar í einkavinavæðingunni eigi eftir að að lyfta brúnunum á mörgum þegar skrifaður verður og lesinn hagsögubálkur Íslands 1990 - 2010.
Þjóðólfur