PRÓFGRÁÐUR OG PÓLITÍSKIR ROYALISTAR!
Davíð Gðmundsson skrifaði frábært bréf sem birtist her á síðunni, NOKKUR DÆMI... Davíð sýnir fram á hve margir þingmenn vísi í nám sitt án þess að hafa prófgráðu upp á vasann. Ég fór inn á Alþigisvefinn til að ganga úr skugga um þetta. Nánast annar hver maður hefur verið hér og þar í námi, allt vel tíundað, en án prófgráðu. Ég tek hins vegar undir með þér Ögmundur að þetta getur þýtt að viðkomandi hafi hlotið ágæta menntun. Það er mergurinn málsins. Þannig að ég er alls ekki að gera lítið úr þessu fólki eða menntun þess.
Annars var ég furðu lostinn yfir viðbrögðunum við skrifum þínum. Eyjan snýr að venju öllu á haus og gerir mál úr því að þú teljir Sigmund Davíð vera á pólitískum dauðalista þótt megin inntak pistils þíns hafi verið allt annað. Í kommentum undir frétt Eyjunnar eru margar ágætar ábendingar en ég furða mig á hinum heiftuga tón sem er í sumu fólki gagnvart þér þar sem reynt er að snúa út úr skrifum þínum; skrifum sem eru fullkomlega málefnaleg! Rreynt er að gera þau tortryggileg, þau eru sögð vera „á lágu plani", „lýðskrum" og annað í þeim dúr. Meirihlurinn er þó jákvæður.
Ekki tók betra við þegar ég fór inn á bloggið hjá Einari Steingrímssyni, manni sem alla jafna er í miklu uppáhaldi hjá mér. Hann er sjálfur fullur efasemda í þinn garð, en ekki óvinsamlegur þó. Hið sama verður ekki sagt um alla aðra sem tjá hug sinn undir hans skrifum. Þar á meðal er Egill Helgason, sem sér ástæðu til að kveðja sér hljóðs til að furða sig á að þú skulir ekki vera í vörn fyrir formann þíns eigin flokks eins og formann annars flokks. En Agli dettur greinilega ekki í hug að spyrja hvers vegna formaður þíns flokks hafi ekki komið þér til varnar á erfiðum stundum! Kannski er Egill Helgason pólitískur royalisti? Undirsátar eigi að koma formönnum til hjálpar, ekki öfugt!
Sjá hér: http://eyjan.is/2011/04/22/innanrikisradherra-sigmundur-david-er-a-politiskum-daudalista/
og hér: http://blog.eyjan.is/einar/2011/04/22/samtrygging-einelti-ogmundur-og-sigmundur/
Jóhannes Gr. Jónsson