RÁÐAST ÞARF AÐ RÓTUM VANDANS
Sæll.
Loksins höfum við fengið okkar stríð. Bandaríkin hafa stríð gegn eiturlyfjum, stríð gegn hryðjuverkamönnum. Öll þessi stríð eru misnotuð til að minnka mannréttindi borgaranna. Forvirkar rannsóknarheimildir þær verða nú eitthvað til að byggja á. Síðan verður laumað inn nýjum heimildum á þennann sökkul sem kominn er.Við Íslendingar sem heild erum búin að finna fyrir því hvernig svona lög eru misnotuð. Embættismannaklíkan á Íslandi, býr við langa hefð misnotkunar á aðstöðu sinni. Er ekki nær að ráðast að rótum vandans, hvaðan eru þessir menn að fá tekjur sínar, skoðið tekjuhliðina, hverjir eru að greiða fyrir vernd, hvernig verða þessir peningar til. Gera eiturlyfjaneyslu löglega og tryggja að tekjurnar séu notaðar til meðferðarúrræða og betri aðbúnaðar fyrir neytendur. Nei, í staðinn er hagnaður af starfseminni notaður til að víkka út starfsemi glæpamanna og almenningur fjármagnar aukinn kostnað af eftirliti, og greiðir meðal annars með mannréttindum sínum. Síðan valsa þessir menn um landið með fullar ferðatöskur af peningum og kaupa eignir fyrir málamynda upphæðir.
Viðar Sigurðsson
Þakka bréfið Viðar. Verkefnið er í mínum huga að koma í veg fyrir að ofbeldismenn komist upp með að kúga samborgara sína eins og færist í vöxt. Það á við um fólk úr öllum tekjuskalanum. Ég hef heyrt og séð nóg til að sannfærast um að aðgerðarleysi er ekki valkostur. Ég er jafnstaðráðinn í að búa svo um hnúta að einstkalingsfrelsinu verði ekki ógnað.
Kv.
Ögmundur