RÆNINGJAR AFTUR Á FERÐ OG FLUGI
07.09.2015
Allt virðist stefna í gamalkunnan farveg. Stjórnendur og stjórnarmenn bankanna heimta kaupauka í tengslum við nauðasamninga og sölu bankanna og nema kröfur þeirra milljörðum! Flestum virðist finnast þetta fullkomlega eðlilegt. Einhvern tímann hefði þetta verið kallað bankarán! Því miður sé ég ekki annað en við stefnum hraðbyri inn í nýtt græðgistímabil og gott ef þotuliðið er ekki aftur mætt á Reykjavíkurflgvöll. Það fer um mann hrollur að sjá ræningjana á ferð og flugi allt umkring.
Jóel A.