Fara í efni

RAGNAR ARNALDS OG BERNHÖFTSTORFAN

Inngrip Ragnars Arnalds til  þess að vernda Bernhöftstorfuna var það sem skipti sköpum. Þetta þarf að koma fram í framhaldi af grein Guðjóns Friðrikssonar. Þar vantar nefnilega einn þátt málsins: Ekki þann þátt að Ragnar Arnalds menntamálaráðherra ákvað að friða torfuna. Heldur þann þátt  sem Ragnar Arnalds fjármálaráðherra var ábyrgur fyrir og laut að endurreisn torfunnar sem hefði aldrei orðið ef ríkissjóður hefði ekki sinnt verkinu af myndarskap. Og í framhaldi af því varð til Minjavernd sem hefur nú bjargað tugum húsa um allt land.
Þetta þarf að muna því það sem skiptir máli eru fjármunir og pólitískur vilji: Ragnar var menntamálaráðherra 1978 - 1979 og fjármálaráðherra 1980 - 1983. Þegar menntamálaráðherrann ákvað að friðlýsa húsin var því harðlega mótmælt af forsætisráðherranum: hún má fara þessi torfa sagði forsætisráðherrann einu sinni. Það varð ekki að áhrínsorðum sem betur fer. Má ekki setja mynd af Ragnari með þessari sögu í eitt torfuhúsanna?
Nú er Svandís Svavarsdóttir að lyfta þessu merki; ein í skipulagsnefndinni. Þarna þyrftu fleiri að taka undir með henni svo takast megi að bjarga Laugavegshúsunum.
Sigurður Bjarnason