Rauða málningin
21.03.2003
Ömmi frændi, Varst þú nokkuð á ferð með rauða málningardollu í miðbænum seinnipartinn í gær?
Þinn, Össi.
Nei ágæti Össi, svo var ekki. En áhrifarík var athöfnin sem leiklistarfólkið stóð fyrir þar sem á táknrænan hátt voru sýndar afleiðingar styrjaldar. Blóðugt að því er virtist lífvana fólk á víð og dreif. Þetta var sterk áminning um að stríð kostar mannslíf.
Kveðja,Ögmundur