Fara í efni

RÉTT EFTIR HAFT?

Er það rétt skilið Ögmundur og eftir þér haft sem hér kemur á eftir? "Þegar mál níumenninga voru fyrir dómstólum komu víða fram áskoranir til þáverandi dómsmálaráðherra að hann skyldi láta málið niður falla. Ögmundur svaraði þá ; „Ég get ekki, sem dómsmálaráðherra, haft afskipti af málinu meðan það er í þessum farvegi. Það er fyrir dómstólum og það er ekki á mínu valdi að hafa afskipti af málinu meðan það er þar. Við höfum haft okkar skoðanir á því hvort þetta mál ætti að fara inn í þann farveg sem það fór. Það gerði það hins vegar. Það er fyrir dómstólum og við sjáum hvað kemur út úr því."
Páll Valur Björnsson

Gæti vel staðist að ég hafi sagt nákvæmlega þetta. Ferlið í dómskerfinu annars vegar og fyrir Landsdómi er gerólíkt og ekki á nokkurn hátt sambærilegt. Þegar Landsdómur á í hlut er Alþingi ákærandinn. Hann getur dregið ákæru sína til baka. Í dómskerfinu almennt getur hvorki Alþingi né framkvæmdavald haft afskipti af dómsmálum með beinum hætti. Það breytir því ekki að mér þótti ákæran á hendur níumenningunum afleit og garýndi ég hana.
Kv. ,
Ögmundur