RÉTTVÍSIN VÍSI VEGINN
Þó þú hafir ekki svarað mér fyrir kosningar fyrirspurn er ég bar til þín (þrátt fyrir loforð þar um) vil ég ekki erfa það við þig. Ekki nú, því vá stendur nú fyrir dyrum. Ögmundur Jónasson, enga þarftu yfirvegunina, einungis réttvísina - EKKI SAMÞYKKJA!
Þór Þórunnarson
Sæll og þakka þér bréfið. Það er rétt að ég svaraði þér ekki á sínum tíma þegar þú skrifaðir eftirfarandi hér á síðuna: https://www.ogmundur.is/is/fra-lesendum/thor-thorunnarson-skrifar-oskad-eftir-svari
Ég er þér sammála um efasemdir um flest sem snýr að aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og þá ofuráherslu sem lögð er á risastóran gjaldeyrisforða sem kemur til með að kosta okkur tuttugu milljarða á ári í vexti að ógleymdu því sem út úr sjóðnum rennur. Kem til með að svara þessu betur fljótlega en bið þig afsökunar á töfinni.
Kv.
Ögmundur