REYKINGABANN Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI Í KASTLJÓSINU
Einn af mínum uppáhaldsfréttamönnum, Helgi Seljan, fór mikinn í Kastljósi Sjónvarpsins í gær út af reykingum á Keflavíkurflugvelli. Bent var á að þetta samræmdist ekki landslögum. Reykingar væru fortakslaust bannaðar innandyra á veitingastöðum og í opinberu rými. Eflaust hárrétt. En þarf ekki að horfa til aðstæðna þegar lög og reglur eru settar og þeim framfylgt? Í Keflavík hefur viðdvöl fólk sem margt er komið um langan veg, t.d. frá Bandaríkjunum, án þess að geta reykt. Hvort sem okkur finnst það gott eða slæmt þá eru marggir ofurseldir tóbaksfíkninni og eiga mjög erfitt með að vera án þess að fá reyk langtímum saman. Starfsmenn Kastljóssinns geta vippað sér út fyrir dyr alltaf þegar þeir vilja reykja, það geta þessir flugfarþegar ekkki gert. Allar reglur eiga að eiga sér undantekningar. Þjóðfélagið verður annars ómanneskjulegt. Eftir umfjöllunina í Kastljósinu var gert auglýsingahlé. Mér skilst að það sé ekki í samræmi við útvarpslög að rjúfa dagsrárþætti með auglýsingum. En hvað með það, allar reglur og öll lög eiga sér undantekningar – eða hvað?
Kv.
Hafdís
p.s. Ég reyki ekki