RÍKIÐ Á AÐ KAUPA GRÍMSSTAÐI Á FJÖLLUM
23.12.2014
Ég er því algerlega sammála að ríkið á að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Þetta er spurning um framsýni og fyrirhyggju. Þessar miklu jarðir í kraganum umhverfis hálendi Íslands og víðernin eiga að vera í almannaeign. Þessar jarðir eiga ekkert sameiginlegt með hefðbundnum landbúnaði. Þetta eru útivistarsvæði en viðkvæm og þarfnast verndar.
Sunna Sara