RÍKISSTJÓRNIN MÁ EKKI FARA FRÁ!
05.01.2010
Nú er svo komið, að forseti Íslands verður að leyfa þjóðinni að kjósa um Icsafe. Ég hef lesið töluvert af þeim erlendu blöðum, sem fjallað hafa um málið. Finnst reyndar tónninn hafa breyst núna og sumir, jafnvel breskir fjölmiðlar, sýna þjóðinni skilning og jafnvel samúð. Hvað sem skeður, á ríkisstjórnin auðvitað að sitja áfram. Það eina sem ríkisstjórnin hefur gert,var að taka við hruni nýfrjálshyggjunnar,óstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Það breytir engu, hvort þjóðin fái að kjósa um þett mál eða hver útkoman verður, stjórnin verður að sitja áfram.
Friðjón Steinarsson,
fyrrv tollv.
Búsettur í Danmörku