RÖNG FRÉTT LEIÐRÉTT!
Sæll Ögmundur. Beint af fréttavef RÚV ohf, þann 24.01.2012: "Uppgjörið við hrunið væri að vinstri flokkarnir hefðu komist til valda, sagði Ögmundur." Í stað þess að fullyrða að hér hafi ekkert uppgjör átt sér stað í stíl þess sem allur óbreyttur og venjulegur almenningur hafði vænst, þá spyr ég bara ... með útskýringum: Er uppgjörið sem sagt búið ... á meðan 60.000 heimili landsins -og þeim fjölgar sem- eiga ekki fyrir afborgunum ríkis-vald-og-verð-tryggðra lána???? Og tala atvinnulausra hækkar fremur en lækkar. Og öryrkjar vilja nú helst sofna ... "The Big Sleep" ... ýlfrandi þökk sé "uppgjörinu".
Jón Jón Jónsson
Sæll.
Þessi tilvitnun var vissulega á RÚV vefnum í kvöld. Hún er hins vegar röng og var leiðrétt: "Ögmundur sagði að uppgjörið við hrunið ætti að koma fram í breyttum vinnubrögðum á Alþingi, í Stjórnarráði og stjórnsýslu. Lögsókn á hendur einum manni gæti hins vegar orðið til að hvítþvo stjórnmálin ..."
Hér er f´rettin í heild sinni: http://ruv.is/frett/fundad-hja-vg-i-kvold