RÚV OG FRÆÐSLUGILDIÐ
Var að skoða umsagnaraðila með nýju frumvarpi Rúv og rak augun í að verulega hallar - að vanda - á fræðslugildið: Þegar skoðaður er listi yfir þá hagsmunaaðila sem fengu nýtt frumvarp menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið til umsagnar er þar langur listi samtaka “menningarvita” en einungis einn aðili til umsagnar um fræðslugildi, Hagþenkir. Til að fyllsta jafnræðis sé gætt ætti hið minnsta að senda frumvarpið til umsagnar hjá Reykjavíkurakademíu, Félagi íslenskra náttúrufræðinga, Kennarasambandinu o.s.frv. Af þessu má ljóst vera að viðhorfsbreytinga er þörf ekki síður í menntamálanefnd ef Ísland ætlar að marka sér stöðu sem „þekkingarsamfélag“.
Á.Þ.
Því miður sést stjórnarmeirihlutinn ekki fyrir í ákafa sínum að knýja þetta mál áfram. Eðlilegt hefði verið að frumvarp VG og þingmál annarra flokka hefðu verið send út samhlia stjórnarfrumvarpinu þannig að umsagnaraðilar hefðu getað skoðað mismunandi valkosti. Varðandi þann þátt sem þú nefnir að val á umsagnaraðilum sýni að sjónarhornið sé of þröngt þá þykir mér þetta vera rétt og umhugsunarverð ábending.
Ögmundur