SAKNÆMT AÐ TALA MÁLI ÍSLANDS?
19.07.2009
Ég tek fullkomlega undir með Hafsteini í lesendabréfi þar sem hann lýsir vanþóknun á árásum Igibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi formanns Samfylkingarinar, á Jón Bjarnason, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra. Er Samfylkingin virkilega svo hundflöt fyrir Brusselvaldinu að hún sjái ástæðu til að ráðast á þann mann er líklegastur til að gerast "sekur" um að halda á loft málstað Íslands í samnngaviðræðum við ESB. Gott er að sjá Ögmundur að þú verð Jón Bjarnason. Ekki átti ég heldur von á öðru.
Kv.
Jóel A.