SAMA HVER SITUR Á RÁÐHERRASTÓL!
Því miður vil ég ekki koma fram undir nafni en síðueigandi getur hæglega séð hver ég er. Málið er að ég sótti um réttaraðstoð til Innanríkisráðuneytisins til að fara fyrir héraðsdóm og lýsa mig gjaldþrota. Ráðuneytið hafnaði erindi mínu þar sem galþrotabeiðni væri ekki dómsathöfn. Þetta er beinlínis rangt. Ráðuneytið veitir réttaraðstöð við nauðasamningsumleitanir sem er rekin eftir sömu lögum á sama hátt. Þetta er líka í margítrekað álit Umboðsmanns Alþingis sem hefur oft hnippt í sama ráðuneyti um rétt borgaranna til aðgangs að dómstólunum. Mér þykir þetta leitt og að þurfa að fara til Umboðsmanns sem er önnum kafinn með mál sem hann hefur margrætt við ráðuneytið.
Enn leiðinlegra er að engu skiptir hver situr í ráðherrastólnum.
Kveðja,
Nafnlaus