SAMHERJA-STJÓRN?
15.12.2017
Í fjölmiðlum hefur komið fram að ríkisstjórnin er með 80% stuðning þjóðarinnar. Þetta er afrek VG. Veita Bjarna Ben., skjól fyrir skattaskjólsávirðingum og þar með uppreisn æru, heiðra Sigríði Andersen fyrir dómararáðningar væntanlega. Og VG eiga þeir það að þakka Kristján Þór og Björn Valur að þeir njóta nú vinsælda hjá 80% þjóðarinnar. Ekki að undra að Samherji sé ánægður. En finnst vinstra fólki í lagi að gerast samherjar með Samherja og mynda Samherjastjórn?
Jóhannes Gr. Jónsson