SAMI RASSINN UNDIR ÖLLUM?
Eftir að hafa kynnt mér vaxtabótamálin, og skerðingarnar sen þar koma nú um stundir vegna hækkunar fasteignamats (sem er bara tala á blaði) þá hefði verið rökréttast að kenna framsóknaríhaldinu um allt þetta. Þegar vel er að gáð kemur ýmislegt í ljós, sem skýrir þögn Vinstri grænna og Samfylkingar í þessu máli. Árið 2010 gerði vinstri stjórnin breytingar á kerfinu, hækkaði hámark til útreiknings bóta og hækkaði einnig fjárhæð vaxtabótanna. Einnig komu til SÉRSTAKAR vaxtabætur. Skerðing vegna tekna fór úr 6% í 8%, og átti þetta að koma þeim lægst launuðu best, sem það gerði í ákveðinn tíma. Ásamt þessu LÆKKAÐI stjórnin skerðingarmörk eigna úr 7129124 í 6400000. Sérstakar vaxtabætur runnu svo út 2013. Svona hefur þetta verið síðan 2010, og sá vinstri stjórnin ekki ástæðu einu sinni til að hækka skerðingarmörk vegna eigna þegar hún vissi að stjórnin félli. Ekki var þá hugsað mikið um þá lægst launuðu. Það sem núverandi stjórn hefur gert í málinu er að breyta skerðingu vegna tekna úr 8% í 8,5%, engu öðru breytt, enda hefur fasteignamatið (tala á blaði) séð um að skerða vaxtabætur ár frá ári þeim efnaminni til mikils skaða. Þögn Vinstri Grænna og Samfylkingar í þessu máli er ærandi, en ósköp skiljanleg, þeir bera EKKI MINNI sök á þessum skerðingum heldur en framsóknaríhaldið. Semsagt það er sama rassgatið undir öllu þessu liði, endalausar blekkingar og lygar.
Sveinn Elías Hansson