SAMMÁLA ÞORLEIFI
Sæll Ögmundur.
Þorleifur Gunnlaugsson skrifaði: "Ráðherra í vinstri stjórn sem ekki nýtir sér lagaákvæði sem þetta til að verja landið fyrir ágangi alþjóðlegra fjármagnseigenda sem í engu munu gæta hagsmuna landsmanna, hlýtur að þurfa að hugsa sinn gang. Sama gildir um ríkisstjórnina alla enda hún öll ábyrg fyrir því hvernig komið er. Ríkisstjórn sem ekki grípur inn í þennan feril á afgerandi hátt þannig að HS orka komist aftur í almannaeigu er ekki að gæta almannahagsmuna." Og ég er honum algerlega sammála. Stærsta vandamál okkar er að núverandi banka- og Icesave-ríkisstjórn hefur ALDREI gætt hagsmuna landsmanna. Icesave-stjórnin píndi EU-fáráðsumsóknina í gegn, ÓLÝÐRÆÐISLEGA, ætlaði og ætlar enn að pína ICESAVE-ÞRÆLASAMNINGINN í gegn, ólöglega og gegn lögum, og nú ólöglegt Magma. Helgi lýsir loddaraskap nokkurra innan stjórnarflokkanna vel í grein á þessari síðu sem þú kallar: STJÓRNIN AÐ BREGÐAST. Kæra ætti nokkra innan núverandi ríkisstjórnarflokka.
ElleE