Fara í efni

SAMMÁLA VILHJÁLMI Þ. VILHJÁLMSSYNI!

Kæri Ögmundur!
Ég er samála þér að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er hugrakkur er hann sleikir ekki þjó vildarmanna sinna þegar um góð þjóðræn siðferðismál er að ræða.  Þú Ögmundur, átt svo sannarlega þakklæti fyrir samskonar hugrekki, t.d. með virðingu þinni í garð Vilhjálms í mikilvægum siðferðismálum.
Spilavítin eru stórhættuleg og þeim stofnunum og mönnum sem reka þau, til háborinnar skammar!  Ég mundi hiklaust vera samþykkur því að hverskonar spilavíti yrðu stranglega bönnuð á Íslandi og í lögsögu þess!
Ég er fullkomlega sammála Vilhjálmi Þ. borgarstjóra að ekki eigi að reka áberandi áfengisverslun í miðbæ Reykjavíkur, því það felur í sé ákveðna auglýsingu og hvetur söluna.  Ég tel áfengisneyslu mjög hættulega sem leiðir óhjákvæmilega til unglinganeyslu, sem aftur leiðir oft til hverskonar vímu- og fíknilyfjaneyslu.  Ég mundi styðja áfengisneyslubann, en geri mér fyllilega ljóst að slíkt eigi ekki hljómgrunn meðal þjóðarinnar, svo ég sætti mig við óáberandi áfengissölu ríkisins, og að það megi alls ekki leyfa sölu áfengis utan áfengisverslana ríkisins. 
Ég segi húrra fyrir Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni borgarstjóra Reykjavíkur í baráttu hans gegn hverskonar ólifnaði og spillingu!
Það má minnast þess að Reykjavík, okkar fagra, hreina og yndislega borg, var gerð að alræmdri knæpuborg norðursins í borgarstjórnartíð Ingibjargar Sólrúnar, nokkuð sem sómakært fólk mun ekki gleyma!  Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson virðist vera af öðrum meiði.
Í staðinn fyrir aukna sölu áfengis í miðborginni, ætti frekar að stórauka löggæslu í miðbænum og endurnýja útibú lögreglustöðvarinnar í miðborginni, í staðin fyrir að reka handhægt áfengisútibú!
Það er kominn tími til að taka rækilega í hnakkadrambið á þeim sem eru að grafa undan siðferði Íslendinga með allskonar spillingu, og stórherða viðurlög við glæpum!
Kveðja,
Helgi