SAMRÁÐ PÓLITÍSKU YFIRSTÉTTAR-INNAR!
06.02.2011
Jæja kæri Ögmundur!
Þá er komið á daginn að núverandi ríkisstjórn sem hefur ötullega rekið sömu stjórnmálastefnu og Sjálfastæðisflokkurinn og hjálparflokkar hans, sem eyðilagt hefur íslenskt þjóðfélag undanfarin rúm tuttugu ár og að lokum komið þjóðinni á hausinn. En nú í ábætir til þakklætis hafa þeir fengið góða meðbræður í stjórnmálunum, þar sem félagar þeirra eru orðnir t.d. Bjarni Benediktsson, Þorsteinn Pálsson og hinn heiðvirti fyrrum forsætisráðherra Geir Hilmar Haarde, AGS, ESB og seðlabankamafían svo aðeins fátt og fáir séu nefndir. Síðan hrósa þeir Steingrími J. og Steingrímur þeim upp í stert sem fornir fóstbræður væru! Að þú Ögmundur sért í þessum félagsskap, trúi ég ekki. Auðvitað er hægt að slíðrast til og frá og afsaka hvaða ósóma sem er, með allskonar hugarórum og háfleygu fleipri til að sýnast heilagur spekingur, svona til að halda hagsmunum sínum.
Icesave og inngangan í ESB eru mestu landráðamál sem Íslenska þjóðin hefur staðið frammi fyrir allt síðan 1262 þegar Gamli sáttmáli var gerður, og mun jafnvel sannast að verða enn afdrífaríkri!!!
Að þú sem ég hef talið með haus og herðar ofar allra í stjórnmálum vorra daga, hvað siðferði og drengskap snertir, get ég ómögulega ímyndað mér að þú samþykkir glæpinn!
Eitt er algjörlega víst, að þjóðin hefur núþegar tekið Icesave málið úr höndum afglapanna sem sitja Alþingi, með þjóðaratkvæðagreiðslu, og lítilsháttar svipbrigðaskipti á „samningnum" skipta alls engu máli. Icesave samning er ekki hægt að samþykkja löglega héðan í frá án þjóðaratkvæðagreiðslu, hvernig sem afglaparnir vilja reyna að svíkja þjóðina með undirferli og blekkingum sem endranær !!!!!!!
Ég er algjörlega á móti „núverandi Icesaver samningi" þó það megi túlka hann eitthvað skárri en hinn fyrri! Ég er sammála Indefence samtökunum að ef það á að leggja á þjóðina að greiða erlendum fjárkúgurum offjár með vöxtum fyrir gjörðir fjárglæpamanna sem framkvæmdu glæpi sína sem einstaklingar með leyfi umræddra erlendra stjórnvalda og undir þeirra eftirliti, þá verður að tryggja í samningnum að það sé gert af ólöglegri neyð og kúgun, og að samábyrgð hinna erlendu stjórnvalda (kúgaranna) og fjárglæpamannanna sé viðurkennd í samningnum!
Ég sé fyrir mér þar sem framverðir auðvaldsins á Íslandi hafa tekið saman höndum við ""félagshyggju ríkisstjórnina"" (ég hef sjaldan vitnað önnur eins öfugmæli) þá mun Alþingi samþykkja Iceslave málið.
En Ögmundur, ég fer frammá að þú hvítur riddari lýðræðisins og réttlætisins, sjáir um að þjóðin hafi síðasta orðið með þjóðaratkvæðagreiðslu!
Ef þjóðin hefur ekki síðasta orðið í þessu máli sem og ESB málinu, þá mun enginn heilvita heiðalegur íslenskur maður viðurkenna afglöpin sem löglegan samning, hvað sem annarlegir sjálfþjónandi pólitískir alþingismenn tauta í álögum útlendinga!
Virðingafyllst þinn vinur,
Helgi
Þá er komið á daginn að núverandi ríkisstjórn sem hefur ötullega rekið sömu stjórnmálastefnu og Sjálfastæðisflokkurinn og hjálparflokkar hans, sem eyðilagt hefur íslenskt þjóðfélag undanfarin rúm tuttugu ár og að lokum komið þjóðinni á hausinn. En nú í ábætir til þakklætis hafa þeir fengið góða meðbræður í stjórnmálunum, þar sem félagar þeirra eru orðnir t.d. Bjarni Benediktsson, Þorsteinn Pálsson og hinn heiðvirti fyrrum forsætisráðherra Geir Hilmar Haarde, AGS, ESB og seðlabankamafían svo aðeins fátt og fáir séu nefndir. Síðan hrósa þeir Steingrími J. og Steingrímur þeim upp í stert sem fornir fóstbræður væru! Að þú Ögmundur sért í þessum félagsskap, trúi ég ekki. Auðvitað er hægt að slíðrast til og frá og afsaka hvaða ósóma sem er, með allskonar hugarórum og háfleygu fleipri til að sýnast heilagur spekingur, svona til að halda hagsmunum sínum.
Icesave og inngangan í ESB eru mestu landráðamál sem Íslenska þjóðin hefur staðið frammi fyrir allt síðan 1262 þegar Gamli sáttmáli var gerður, og mun jafnvel sannast að verða enn afdrífaríkri!!!
Að þú sem ég hef talið með haus og herðar ofar allra í stjórnmálum vorra daga, hvað siðferði og drengskap snertir, get ég ómögulega ímyndað mér að þú samþykkir glæpinn!
Eitt er algjörlega víst, að þjóðin hefur núþegar tekið Icesave málið úr höndum afglapanna sem sitja Alþingi, með þjóðaratkvæðagreiðslu, og lítilsháttar svipbrigðaskipti á „samningnum" skipta alls engu máli. Icesave samning er ekki hægt að samþykkja löglega héðan í frá án þjóðaratkvæðagreiðslu, hvernig sem afglaparnir vilja reyna að svíkja þjóðina með undirferli og blekkingum sem endranær !!!!!!!
Ég er algjörlega á móti „núverandi Icesaver samningi" þó það megi túlka hann eitthvað skárri en hinn fyrri! Ég er sammála Indefence samtökunum að ef það á að leggja á þjóðina að greiða erlendum fjárkúgurum offjár með vöxtum fyrir gjörðir fjárglæpamanna sem framkvæmdu glæpi sína sem einstaklingar með leyfi umræddra erlendra stjórnvalda og undir þeirra eftirliti, þá verður að tryggja í samningnum að það sé gert af ólöglegri neyð og kúgun, og að samábyrgð hinna erlendu stjórnvalda (kúgaranna) og fjárglæpamannanna sé viðurkennd í samningnum!
Ég sé fyrir mér þar sem framverðir auðvaldsins á Íslandi hafa tekið saman höndum við ""félagshyggju ríkisstjórnina"" (ég hef sjaldan vitnað önnur eins öfugmæli) þá mun Alþingi samþykkja Iceslave málið.
En Ögmundur, ég fer frammá að þú hvítur riddari lýðræðisins og réttlætisins, sjáir um að þjóðin hafi síðasta orðið með þjóðaratkvæðagreiðslu!
Ef þjóðin hefur ekki síðasta orðið í þessu máli sem og ESB málinu, þá mun enginn heilvita heiðalegur íslenskur maður viðurkenna afglöpin sem löglegan samning, hvað sem annarlegir sjálfþjónandi pólitískir alþingismenn tauta í álögum útlendinga!
Virðingafyllst þinn vinur,
Helgi