Fara í efni

SANNGIRNI OG HAGSÝNI

Eðlilegast er að Alþingi staðfesti kjör fulltrúa á Stjórnlagaþing.Álit Hæstaréttar mun standa eftir sem áður og hægt að taka tillit til þess ef sambærilegar kosningar verða haldnar síðar. Enginn efi er á að niðurstaða kosningarinnar er í samræmi við vilja þjóðarinnar. Aðalatriðið er að formgallinn á framkvæmdinni hafði ekki áhrif á niðurstöðuna. Þess vegna er það tilgangslaus kosnaðarauki fyrir almenning að halda aðrar kosningar. Aðalrök Sjálfstæðismanna gegn kosningu til stjórnlagaþings er kostnaður og þess vegna hljóta þeir að styðja þetta.
Eyjólfur