Fara í efni

SEGÐU AF ÞÉR!

Kæri Ögmundur Hvers vegna í ósköpunum segirðu ekki af þér sem innanríkisráðherra? Þú berð pólitíska ábyrgð á því sem gerðist í ráðuneytinu þínu, jafnvel þótt þú hafir sjálfur ekki haft hugmynd um að það yrðu notaðir pappakassar í stað trékassa! Þú myndir líka skapa mjög gott fordæmi með því að segja af þér. Hugsaðu þér einhvern tíma í framtíðinni, þegar þú verður kominn í stjórnarandstöðu og einhver pólitískur andstæðingur þinn segir ekki af sér ráðherraembætt þótt eðlileg krafa komi fram um það. Hvað ætlar þú að gera þá? Ekki getur þú krafist afsagnar hans? Það að segja af sér ráðherradómi er ekki endalok pólitísks starfs, en það veistu best sjálfur. Bestu kveðjur,
Guðvarður

Til þess að krafa sé gerð til afsagnar þurfa að sannast alvalregar yfirsjónir í starfi. Þær hef ég ekki komið auga í þessu tilviki hvað varðar ráðuneytið sem ég er í forsvari fryrir. Úrskurður Hæstaréttar kemur mé verulega á óvart og þykir mér hann eiga mörgu ósvarað í þessu máli þótt ég sé að sjálfsögðu staðráðinn í að hlíta niðurstöðu hans til hins ítrasta.
Kv.
Ögmundur