Fara í efni

SEGÐU ÞAÐ AFTUR OG HÆRRA!

Var að lesa ræðu þína af lífeyrismálþingi BSRB. Algerlega sammála áherslum þínum. Ef lífeyrissjóðirnir hefðu skilið til fulls félagslega ábyrgð sína hefðu þeir aldrei látið það gerast að bruðlað væri eins með peningana okkar og gert hefur verið. Lífeyrissjóðirnir gætu verið stefnumótandi um þjóðfélagsþróun í stað þess að vera hækja stórkapitalsins sem fær afhentan lögþvingaðan sparnað okkar launafólksins til að höndla með. Þessu eiga að fylgja ströng skilyrði einsog þú bendir réttilega á. Ég hef stundum verið kominn á fremsta hlunn með að ráðast  gegn lífeyrissjóðunum vegna þess að ég þoli ekki að farið sé svona með peningana mína. Segðu þetta aftur Ögmundur og hærra. Mér sýnist á fjölmiðlunum að þeir hafi ekki heyrt nægilega vel í þér.
Jóel A.