SIGURÐUR VEIT SÍNU VITI
Ég hef fylgst af athygli með umræðunni sem fram hefur farið síðan þotuliðið kom til tals hér á síðunni, fyrst af hálfu Ólínu og síðan þinni hálfu. Bloggsíðurnar hafa verið stútfullar af vandlætingu út af þessum skrifum þótt einnig hafi heyrst þar raddir sem hafa verið með á nótunum. Aldrei skildi ég skrif þín þannig Ögmundur að þú vildir alla banka úr landi eins og gangrýnendur þínir hafa viljað vera láta. Mér fannst hins vegar gott hjá þér að rétta kúrsinn varðandi mikilvægi skatttekna frá bankageiranum einsog þú gerðir í grein þinni í Fréttablaðinu síðastliðinn laugardag. Þar hafði mér fundist þú kominn út á grátt svæði og létti þegar þú skýrðir málið nánar. Ég tek heilshugar undir með þér að slagurinn snýst um hvers konar þjóðfélag við viljum og hvort þotuliðið eigi að geta stillt okkur hinum upp við vegg og umturnað hér öllu sér í hag. Sigurður Einarsson hjá KB- banka sem fer fyrir þotuliðnu, skildi nákvæmlega hvert þú varst að fara og sagði réttilega í Kastljósviðtali að þú værir augljóslega fyrst og fremst að veita viðnám og efna til umræðu í þjóðfélaginu. Sigurður veit greinilega sínu viti, sbr. hér: http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4301645/2
Haffi
Þakka þér bréfið Haffi.
Kv.
Ögmundur
Pistill Ólínu: HÉR
Pistill ÖJ: HÉR
Grein í Fréttablaðinu: HÉR