Fara í efni

SJÁLFSTÆÐISMENN MISNOTA VALD SITT

Var að lesa þessa frétt á vísir.is http://visir.is/article/20090127/FRETTIR01/351853935 og spyr er ekki hægt að breyta þessari reglugerð þegar þið gekkið við? Og hvað finst þér um þetta? þá aðalega að setja þetta til 5 ára er þetta ekki missnotkun á valdi spyr ég bara?
Stefán Gunnarsson

Í fréttinni sem þú vísar til er fjallað um ákvörðun sjávarútvegsráðherra að heimila hvalveiðar. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hefur sagt af sér. Hún starfar einvörðungu sem starfsstjórn þar til ný ríkisstjórn hefur tekið við. Hún hefur ekki heimild til að taka pólitískar ákvarðanir af þessu tagi.
Kv.
Ögmundur