Fara í efni

SKATTA-LÖGBRJÓTAR KENNI SKATTA-LÖGIN?

Eftir því sem ég fæ skilið átti Jón Baldvin Hannibalsson að koma inn sem gestafyrirlesari í HÍ í um það bil einn mánuð! Ekki svo að skilja að einhverju hefði breytt þótt það hefði verið lengur. Ég hef verið að leggja eyrun eftir því sem „akademikarar" segja um þetta mál og á sannast sagna ekki orð yfir viðbrögð þeirra margra. Undanskil ég þá Þorvald Gylfason og Stefán Ólafsson.
Jón Ólafsson á Bifröst sagði í útvarpsviðtali að það þyrfti ekki að vera ámælisvert að láta einstakling sem brotið hefði skattalög kenna á viðskiptasviði um skattamál! Öllu máli skipti að viðkomandi væri fagmaður  en ekki íhlaupamaður eins og Jón Baldvin. Um íhlaupamenn giltu allt aðrar reglur en um fagmenn. En ég spyr, er það ekki viðfangsefnið sem skiptir máli fyrst og fremst þegar menn eru ráðnir til starfa, tímabundinna eða viðvarandi?
Jóhannes Gr. Jónsson