Fara í efni

SKEMMDARVERK GEGN GRASRÓTAR-LÝÐRÆÐI

Ég las um það á einhverju blogginu að einstaklingar sem styðja Icesave segjast hafa farið inn á vefsíðuna www.kjosum.is , þar sem hvatt er til undirskrifta með þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave. Þeir hafi sett inn plat nöfn á listann. Þetta gera þeir til að undirskriftasöfnunin verði ótrúverðug. Hvað segir dómsmálaráherann um þetta athæfi Ögmundur.
Kv.,
Grímur

Þessir einstaklingar eru ekki bara að grafa undan þessari undirskriftasöfnun heldur öllum undirskriftasöfnunum og þar með grasrótarlýðræði. Þetta er kannski fyrst og fremst dapurlegt. En um leið er þetta mjög alvarlegt því þetta er náttúrlega ekkert annað en skemmdarverk sem beint er gegn lýðræði og tilraunum til að spyrja þjóðina hvort hún vilji taka valdið milliliðalaust beint til sín í stórmáli. 
Ögmundur