Fara í efni

SKILGREINING Á VALDARÁNI

 Í forsíðufrétt Morgunblaðsins þann 6. janúar, kemur fram að lífeyrissjóðir landsmanna eru ennþá að binda fé sitt í fallandi hlutabréfum. Það er ágætt fyrir Jón Ásgeir en vont fyrir lífeyrisþega. Allir fjárfestar með vit í kollinum, eru löngu farnir út úr þessum félögum og hafa bundið fé sitt í ríkisskuldabréfum, með hárri og öruggri ávöxtun. Það sem vekur hins vegar meiri athygli er umfjöllun um nýleg kaup lífeyrissjóða í FL, þar sem fram kemur að sjóðirnir hafa bætt við sig 2008 í þessum fallandi félögum: "Spurðir hvers vegna þeir tóku þátt í útboðinu, eða tóku ekki þátt í því, í tilfelli LV, segja talsmenn lífeyrissjóðanna að þeir tjái sig ekki um fjárfestingarstefnu sinna sjóða." Talsmenn lífeyrissjóðanna halda sem sagt að þeir eigi sjóðina. "Okkar sjóðir"! Á það skal minnt að fjármunir sjóðanna eru í eigu almennings, að tekjur þeirra eru innheimtar með lögregluvaldi ef þörf krefur og er því ekki aldeilis einkamál sjóðstjórna hvernig þeim fjármunum er ráðstafað. Þeir eiga að vera undir lýðræðislegu eftirliti. Hér þarf ekki að breyta lögum, hér þarf að breyta hugarfari. Meðferð þessarra peninga og pukrið og vinavæðingin í kringum þessa gjörninga alla, minna á orð Sverris Hermannssonar í svipuðu samhengi: Þetta er verra en glæpur, þetta er heimska.
Hreinn Kárason