SKIPTA PENINGAR ENGU MÁLI Í HÍ?
Allar sömu greinarnar eru nú aftur skrifaðar til stuðnings Icesave sem áður voru skrifaðar! Þorsteinn Pálsson, Gylfi Zoega, Friðrik Már, Gylfi og Vihjálmur náttúrlega, að ógleymdum prófessor Þórólfi. Ég rakst fyrir tilviljun á grein eftir Þorstein Pálsson frá haustinu 2009. Hvers vegna þegir hann ekki nú? Hafa þessir menn enga sómatilfinningu? Þeir tala nú nákvæmlega eins um samning sem er margfalt betri en sá sem þeir mæltu með síðast. Gylfi Zoega er aftur kominn með keninnguna um að milljarðar til eða frá skipti engu máli. Þetta er skrítið. Skyldu þeir vera kauplausir í Háskólanum? Við vitum alla vega hvar á að skera niður næst. Við hljótum að skera niður þar sem peningarnir skipta engu máli.
Allar spár þeirra reyndust rangar. Það verður nóg að gera fyrir sagnfræðinga framtíðarinnar. Eða kannski sálfræðinga?
Jóhannes Gr. Jónsson