SKORIÐ NIÐUR HJÁ LANDHELGIS-GÆSLUNNI Í GÓÐÆRI!
08.01.2018
Eftir hrun voru varðskip leigð til útlanda til að mæta óhjákvæmilegum niðurskurði. Það var ekki gott en menn féllust á að það væri óhjákvæmilegt. En er óhjákvæmilegt að skera niður fjárframlög til Landhelgisgæslunnar við núverandi aðstæður þar sem peningum er hlaðið á degi hverjum inn í hagkerfið m.a. með stórauknum straumi ferðamanna? Stenst Landhelgisgæslan þetta? Nei, það gerir hún ekki enda er eina úrræðið að leigja þyrlu og flugvél til útlanda. Samkvæmt fjáraukalögum sem samþykkt voru í þinglok var framlagið á þessu ári lækkað um 61,4 milljónir króna og samkvæmt fjárlögum fyrir þetta ár lækkar framlagið um 20,2 milljónir á milli ára.
Starfsmaður Landhelgisgæslunnar