Fara í efni

SKRÝTINN FRÉTTA-FLUTNINGUR

Ekki dugði minna til fyrir fréttastofu RÚV en fréttatímar hljóðvarps og útvarps um helgina til að segja okkur  að forstjórar tveggja íslenskra stórfyrirtækja sem eru í alþjóðlegum viðskiptum, Marel og CCP, vöruðu við því að stöðva ESB- umsóknarferlið og var í því sambandi vísað til gjaldeyrishafta. Einsog með aðild að ESB  myndu ástæðurnar sem liggja að baki gjaldeyrishöftunum hverfa eins og dögg fyrir sólu. Svo er náttúelga ekki.
En hlustandinn fékk það á tilfinninguna að fyrirtækjum eins og Marel og CCP væri mikil hætta búin ef við drifum okkur ekki í ESB og afnæmum gjaldeyreisahöftin í einum grænum hvelli.
Síðan kom á daginn að þessi fyrirtæki og önnur svipuð eru undanþegin gjaldeyrishöftum! Höftin væru bara svo slæm fyrir öll hin fyrirtækin! Er það svo? Hvaða fyrirtæki? Og hvað myndi henda þau fyrirtæki ef gjaldmiðillinn hryndi í útrás snjóhengjupeninga?
Af hverju var rætt við þessa forstjóra um allt önnur fyrirtæki en þeirra og gefið til kynna að Marel og CCP væru sérstök fórnarlömb gjaldeyrishaftanna.
Þetta er skrýtinn fréttaflutningur.
Jóel A.