SKÝRSLUR BJARTMARZ OG ÖGMUNDAR
25.10.2014
Þá er þetta komið. Takk fyrir þessa skýringu á lögregluskýrslunum hér á síðunni. Þá vitum við að skýrslan, sem aðallega hefur verið vitnað í ætti að vera kennd við Jón Bjartmarz yfirlögregluþjón hjá embætti Ríkislögreglustjóra en ekki við þig! Hún fjallar um mat lögreglunnar sjálfrar á eigin stöðu.
Svo er Ögmundarskýrslan, sem mætti kalla svo, þverpólitísk vinna um uppbyggingu lögreglunnar. Hún er vissulega að hluta til byggð á upplýsingum úr skýrslu Bjartmarz en meira segja þar er engar hríðskotabyssur að finna!
Ég er búinn að lesa þetta allt saman. Hvílíkt endemis rugl þetta er búið að vera. Þetta er greinilega Bjartmarz hugarburður. En talar Jón Bjartmarz í nafni annarra?
Jóel A.