SMÁSÁLIRNAR OG SÉRRÉTTINDIN
Það er alltaf erfitt að reiðast lítilmagnanum. Miklu frekar að maður finni til samúðar í stað reiði þegar tilefni eru til slíks. Að sumu leyti finn ég einmitt til með Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki og þeim sem fylla raðir þessara flokka á Alþingi. Svo lítil voru þau í sér, að þau gátu ekki fyrir sitt litla líf hugsað sér að afnema eigin lífeyris-sér-réttindi - heldur hafa þau nú kynnt frumvarp sem felur í sér málamynda niðurstöðu. Vesalings fólkið. Þjóðfélagið komið á hliðina og þetta er þeirra framlag. Það minnsta í afnámi sérréttinda sem þau telja sig geta komist upp með! Og vel að merkja, mér skilst að lögin taki ekki gildi um næstu mánaðamót, ekki einu sinni áramót - heldur í júlí í sumar!! Hægt að græða pínulítið meira fram að því!!! Ég þarf að taka mig á svo samúðin víki ekki fyrir reiðinni. Ég reyni að endurtaka í sífellu, vesalings litlu smásálirnar.
Sunna Sara