Fara í efni

SNYRTILEG EYJA SNYRTIR FRÉTTIR

Vefmiðillinn eyjan.is hefur stundum verið skemmtilegur miðill, sérstaklega kommentakerfið sem var frjálst og óbeislað. Nú á að setja kennitölumúl upp í þátttakendur enda nauðsynlegt að fækka þátttakendum í kerfi þar sem kratarnir fóru í vaxandi mæli halloka. Ekki nóg með múlinn því búið er að ráða Karl Th. Birgisson fyrrum framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar sem ritstjóra. Og viti menn. Nánast á fyrsta degi var byrjað að snyrta fréttirnar í þágu ESB! Ég skal nefna dæmi. Pressan og Eyjan sögðu frá sömu skoðanakönnuninni í dag. Í henni kom fram að á Íslandi eru fleiri andvígir ESB en hlynntir. Þetta kom fram hjá Pressunni sem sagði okkur að fleiri væru andvígir ESB en hlynntir. Eyjan sagði hins vegar að fleiri væru jákvæðir í garð ESB. Hvernig gat það verið? Jú, nú eru fleiri
jákvæðir en í fyrra! Langsótt? Ekki fyrir fréttamenn sem leggja fyrir sig að matreiða fréttir í stað þess að segja þær. Semsagt, nauðsynlegt að við höfum þetta á hreinu: Eyjan er byrjuð að snyrta fréttir í þágu ESB og Samfylkingarinnar. http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/ny-skodanakonnun-islendingar-neikvaedir-i-gard-esb---fleiri-telja-islendinga-ekki-graeda-a-adild
http://eyjan.is/2011/02/23/fleiri-jakvaedir-i-gard-esb-tveir-thridju-vilja-myntbandalag-og-evru/
Sunna Sara