STAÐREYNDIN ER ...
23.01.2021
FJÓRÐUNGUR LANDSMANNA MYNDI KJÓSA SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN Í DAG
Andskoti nú andar kalt
árið byrjar illa
Drekka ættum meira malt
og manndóminn á fylla.
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól
,, ÖRYRKJARNIR OKKAR‘‘
Eru öryrkjar öllum til ama?
ódæðið nú hlustum á
þó flestum sé fjandans sama
er óþarfi að níða þá!
,,TIL VINAR‘‘
Góður drengur getum sagt
og göfuglyndi hefur
Hann alla daga er á vakt
af sér mikið gefur.
Höf. Pétur Hraunfjörð.