STJÓRNARFLOKKARINR VEKJA HROLL !
Allir ráðherrar Framsóknarflokksins birtust á fréttamannafundi í gær til að kynna stefnu sína. Jón Sigurðsson, formaður flokksins, kynnti útgjaldapakka sem mér skyldist að slagaði í tuttugu milljarða. Hann sagði að þetta væru ekki loforð heldur stefna! Hvað þýðir þetta? Það er svosum ágætt að Framsókn hætti að lofa því allt svíkur hún. En eru það ekki áherslur og stefna sem flokkarnir eru almennt að boða? Ég bara spyr. Þessi framsetning Framsóknar minnti hins vegar rækilega á öll sviknu loforðin.
Og Íhaldið er byrjað að lofa eða öllu heldur hóta áframhaldandi einkvæðingu. Nú er það raforkan og virðist engu skipta þótt alls staðar hafi einkavæðing raforkunnar leitt til hærra verðs fyrir neytendur. Sjálfstæðisflokkurinn þjónar ekki þjóðinni. Hann er þjónn auðvaldsins. Á það minnir hann annað veifið. Það setur að mér hroll!
Grímur