STJÓRNMÁLIN EIGA EKKI AÐ ENDURSPEGLA EINA SKOÐUN
27.05.2010
Flestir sem ég þekki telja Lilju Mósesdóttur hafa tjáð sig af viti, skýrleik og rökfestu um HS-málin. En þessi orð Lilju fá ekki háa einkunn hjá forsætisráðherranum ef marka má hvað er haft eftir henni á rúv-vefnum.(http://www.ruv.is/frett/thingmenn-vg-beri-ekki-deilur-a-torg ). Ástæðan er sú að þau vekja ekki tilfinningu um samstöðu og styrk ríkisstjórnarinnar. Hún lét þess reyndar getið að menn mættu takast á innan flokkanna en það má bara enginn vita af því. Ég spyr hvort stjórnmálin eigi aðeins að endurspegla eina skoðun og engin umræða eigi að fara fram fyrir opnum tjöldum nema hún sé valdhöfum þóknanleg? Hvað kemur næst?
Tryggvi