Fara í efni

STÖÐVIÐ UMSÓKN AÐ ESB

Sæll Ögmundur kær.
Ég er nú reyndar ekki í hópi þeirra sem fengið hafa létt sjokk vegna margumrædds Magma inc. Tel ég enda, að þegar unnið er með samstarfsflokki sem hreinlega dýrkar AGS og lætur undan öllum hans kröfum þá er ekki vænlega viðblasandi margbarinni alþýðu manna. Vitaskuld sér að minnsta kosti fimmti hver maður að þarna er ekki fyrir vort stjórnvald að spyrna við fæti. Þarna er einungis verið að framfylgja fyrirmælum frá valdi sem heitir AGS og er vont innlegg í okkar pólitízka litróf. Verst þykir mér þó að þið VG þingmenn virðist ætla að láta það yfir ykkur ganga, að skýringar þær sem gefnar eru, séu að þið hafið ekki unnið heimavinnuna ykkar og því hafi farið sem fór. Á meðan hlær samstarfsflokkurinn í faldi dekurdúkkunnar, AGS. Ég ítreka þá yfirlýsingu mína frá áðursögðu, að sá flokkur sem gefur það út skilyrðislaust að umsóknarferlið að EB verði stöðvað og vangadansinn við AGS verði endurmetinn, alla hvað varðar alvarlega íhlutun í innanríkismál, mun hljóta atkvæði mitt, og mig grunar þó nokkurra til viðbótar.
Kveðja,
Óskar K Guðmundsson, fisksali.