Fara í efni

STRAND-SIGLINGUM FAGNAÐ

Sæll Ögmundur.
Ég vil lýsa yfir sérstakri ánægju minni með þá ákörðun þína að stefnt skuli nú aftur að strandsiglingum á Íslandi. "Mikilvægustu verkefni lögreglunnar og Umferðarstofu er að tryggja eins og hægt er umferðaröryggi vegfarenda og að umferðarhraðanum sé ávalt haldið niðri miðað við aðstæður. Þakka má því þeim aðilum fyrst og fremst þeim þann stóra ávinning sem náðst hefur að fækka banaslysunum, þrátt allt, en þar sem enn er langt í land. Gott umferðaröryggi er jafn mikilvægt og gott heilbrigðiskerfi fyrir þjóðina, sem á að geta dregið úr allt of miklum fórnarkostnaði vegna umferðarslysa í dag. Í glötuðum mannslífum og fjölda þeirra sem hljóta varanlega örorku vegna umferðaslysa. Í skýrslu Rannsóknanefndar umferðarslysa frá árinu 2009 kemur fram að á árunum 2005-2009 voru 18% banaslysa tengt áreksti milli fólksbifreiðar og vöruflutninga- eða hópbifreiðar. Þar sem þrír bílar eða fleiri komu við sögu, tengdust yfir helmingur banaslysa áreksti við stóru bifreiðarnar." "Fyrir löngu ætti að vera búið að takmarka almenna þungaflutninga um íslensku þjóðvegina og nota þess í staðinn breiðu sjólínuna og sem er flestum skipum vel fær allt árið um kring. Þar sem góðar hafnir eru í öllum byggðum til að taka vel á móti þeim þegar öllum hentar. Sem sparar auðvitað líka ómælt slit á vegunum og stórminnkar olíubrennslu og alla mengun. Það er þannig með ólíkindum að ekki skuli vera búið að binda í lög bann við ofurflutningunum á ófullkomnum íslensku vegunum og sem alltaf skapa stórkostlega slysahættu. Það mætti endurreisa Strandsiglingar Ríkisins ef fáir sýna vilja til að sinna sjóflutningunum, sem ég þó stórefast um að verði. Og gleymum ekki að allar samgöngur eru almenningsmál. Sama hvað hentar hagsmunum einstakra fyrirtækja svo sem sjávarútvegsfyrirtækja sem keyra vilja aflann daglega um þjóðvegina á næsta fiskmarkað. Finna þarf einfaldlega betra fyrirkomulag til að tryggja öryggi íbúanna. "Sameiginlegt með ofsaakstri fólksbifreiða eða bifhjóla og þungaflutningum á vegum landsins eru afleiðingarnar ef slys verða. Ofsaakstur á bifreiðum og bifhjólum er hins vegar endurtekið í fréttum, en miklu síður þungaflutningarnir. Eins er oft rætt hvað gera megi til að sporna gegn ofsaakstri, ekki síst hvernig bæta megi löggæsluna, en síður hvernig eftirlit með farmi vöruflutningabifreiða er háttað, sem eru stundum illa hlaðnir eða ofhlaðnir og geta skapað stórhættu vegna skertra aksturshæfleika. Eins er mikið rætt hvernig við getum aukið umferðaröryggi okkar allra með nýjum og betri vegum og byggingu umferðamannvirkja hverskonar, en minna hvernig koma megi þungum vöruflutningum af vegunum og aftur á sjóinn." "Á hverjum degi fylgist ég með ógnarþungum flutningabílum með stóra tengivagna á leið, til og frá bænum á Vesturlandsveginum. Gegnum þéttbýliskjarnann í Mosfellsbæ undir Lágafelli þar sem ég bý og oft er lítið slegið af hraðanum, enda bílstjórarnir sjálfsagt bæði öryggir og góðir, en stundum þreyttir og syfjaðir eftir langan og erfiðan akstur. Á einnar akreina vegakafla í hvora átt milli hringtorga, þar sem er brekka, beygja og brú. Stundum í röðum svo minnir á járnbrautarhraðlest sem sífellt fer stækkandi. Þá verður mér oft hugsað til þeirrar slæmu tilfinningar sem er að mæta slíkri lest, á litla fólksbílnum mínum. Ég tala ekki um að þurfa að fara fram úr þeim við erfið skilyrði fyrir utan höfuðborgina og mæta svo e.t.v. annarri lest úr gangstæðri átt, sem sumir myndu segja á örlagastundu." http://blog.pressan.is/vilhjalmurari/2012/07/07/brotnar-linur-og-brotin-bein/
Með kveðju,
Vilhjálmur Ari Arason