Fara í efni

SUMRI FAGNAÐ

Sumarið komið með hopp og hí
hamingjustraumana finnum
þá leiðumst í allskonar dýrin dí
og magnaðri útivist sinnum.

Ef Sumarið kemur sest ég út
á sólríka verönd mína
Þar fæ mér kaffi og köku bút
kleinuhringi ofsa fína

enn sólina við sjáum hér lítið
sífeld vestan átt
Okkur finnst það full skrítið
erum flest því ósátt enn

sjálfsagt má bíða og sjá
svona næstu dægur
Þá kannski sólin oss kíkir á
og norðan andvari hægur. ,

,VINÁTTAN‘‘

Heyrist lítið honum frá
ellinni hann má sinna
Ögmundur þó alveg má
ekta vin sinn kynna.

,, NÚ NÁLGAST VANDINN‘‘

Vandamálin sem við sjáum
sækja okkur bráðlega að
Kosningar þá öll við þráum
og leysum það.

,,HARÐNAR Í ÁRI‘‘

Haustið sjáum og húsnæðisvanda
í of hárri leigu má lýðurinn standa
verðbólguna fáum
okurvextina sjáum
og auðvitað minkar á milli handa.

,,ÆJI JÁ‘‘

Túrista fækkun töluverð er
af tíðræddu dýrtíðar báli
Loðnu brestur bættist á
hér byrjun á vondu máli.

,,SJÁUM HVAÐ GERIST‘‘

Ég blikur ljótar á lofti sé
nú hallar undan fæti
Magnast skuldir minkar fé
engin fagnaðarlæti.

Allt sem ég hef áður sagt
sjá menn gerast núna
Vaxtaokrið jú virkar í takt
á verðbólgu tilbúna.

Höf. Pétur Hraunfjörð.