SVAR ÓSKAST UM LÍFEYRISLÖGIN
04.11.2010
Sæll Ögmundur.
Hvernig stendur á því að Alþingismenn hafa ekki enn afnumið lifeyrislögin illræmdu? Þetta var eitt af því sem ég var viss um að vinstri stjórn myndi umsvifalaust, um leið og hún kæmist til valda. Þetta hleypir illu blóði í alþýðu manna - og er þó mörg mæðan fyrir, eins og þú veist. Hver er skýringin?
Guðrún Ægisdóttir
Lífeyrislögin voru afnumin! Sérréttindakerfi þingmanna og ráðherra (þetta var aðallega sérréttindi ráðherra) var numið úr gildi. Það var hins vegar ekki hægt að gera það afturvirkt þannig að þeir sem voru búnir að stimpla sig inn í sérréttindin héldu þeim - það er að segja þeir sem höfðu geð í sér til þess - því þetta eins og margt annað var háð vali einstaklingsins.
Kv.
Ögmundur