Sviptingar á Omega – nýjar áherslur strax í kvöld!!!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur keypt meirihluta í sjónvarpsstöðinni Omega. Nýir starfsmenn hafa verið ráðnir til stöðvarinnar. Uppsagnir eldri starfsmanna standa ekki til, að sögn Hannesar, enda er þar á ferð vant fólk sem kann til verka. En áhrifa umskiptanna sér stað í dagskrá stöðvarinnar strax í kvöld: Dagskrárbreytingin verður á þessa lund:
19.00 Hvernig ég fann Hann!
Viðtalsþáttur í umsjón Hannesar H. Gissurarsonar.
20.00 Ó þá náð að eiga Davíð!
Eitt hundrað flokksmenn lýsa reynslu sinni.
21.00 Ég syng Honum minn söng!
Árni Johnsen myndhöggvari og stjórnarmaður í RARIK leikur á gítar og syngur.
22.00 Undir hans vængjum ...
Ungir sjálfstæðismenn rabba saman um náðarkraft Foringjans. Geir H. Haarde frumflytur aríu til Leiðtogans eftir
23.00 Þegar skrattinn kemst í spilið.
Gísli Marteinn fjallar um örlög Hreins Loftssonar sem ánetjaðist djöflinum.Spjallað verður við nokkra gamla vini Hreins. Beðið verður fyrir Hreini í lok þáttarins.
24.00 Foringinn fer með gamanmál. Bein útsending úr Valhöll.
Flokksmenn skemmta sér með leiðtoganum og hlæja mikið undir dyggri stjórn Gísla Marteins og Hannesar H.
01.00 Bandarískir predikarar biðja fyrir góðvini Foringjans.
Fyrirbænir og söngur, George W. Bush og krossferðinni í Írak til dýrðar.
02.00 Ávarp dagskrárstjóra, Hannesar H. Gissurarsonar.
Davíð þakkað fyrir góðan dag og honum beðið góðrar nætur í Guðs blessaða friði..
03.00 (E) Nokkrir slæmir mánuðir án Davíðs.
Endurreistir sjálfstæðismenn sem lentu út af sporinu lýsa hörmulegri reynslu sinni. Viðkvæmt fólk er varað við hrollvekjandi lýsingum
04.00 Davíðslok.
(Frétt úr Bisnesstíðindum 22.maí)